Póstlisti með fréttum frá Vinum Indlands

Undanfarið hefur verið unnið að endurbótum á heimsíðu Vina Indlands.  Ein af nýjungunum á heimasíðunni er póstlistakerfi sem gerir mögulegt að senda styrktarforeldrum Vina Indlands og öðrum sem áhuga hafa á starfi félagsins reglulega fréttir af starfi félagsins.  Við höfum kannski ekki verið nógu dugleg við að koma á framfæri því sem hefur verið að gerast hjá félaginu.  En vonandi getum við bætt úr því.  Þeir sem lent hafa á þessum póstlista fyrir misskilning biðjum við velvirðingar á ónæðinu og bendum þeim jafnframt á að auðvelt er að afþakka slíkan tölvupóst framvegis  með því að smella á þar til gerðan tengill í fréttabréfinu sem sendur er út með póstlistanum.

Þeim sem ekki eru nú þegar á listanum en áhuga hafa á því að fá reglulega fréttir af Vinum Indlands er bent á að skrá sig á póstlistinn en möguleiki til þess er að finna neðst á forsíðu heimasíðunnar.