Inverskur kvöldverður 14. apríl n.k.

Við bjóðum upp á gómsætan indverskan kvöldverð til styrktar menntun barnanna okkar í suður Indlandi, en í 17 ár hefur félagið greitt skólagjöld fyrir allt að 600 börn í Tamil Nadu. Það ætlum við að gera aftur í ár, vonandi með góðri hjálp frá ykkur.
Laugardagskvöldið 14. apríl kl. 19:00 munum við bera fram fjölmarga gómsæta indverska rétti við allra hæfi, í húsnæði Múltikúlti Barónsstíg 3. Verðið er 3000 kr.

Örlán – Sunna Microfinancing

Á Indlandi eru ekki jafn öflug Tryggingastofnun ríkisins og Sjúkratryggingar Íslands og hér á landi.  Þegar t.d. þegar eignmaður deyr frá heimavinnandi kona og lítlum börn þá geta eiginkonan og börnin lent í miklum vanda.  Í sumum tilvikum á ekkjan í erfiðleikum að fá vinnu á vinnumarkaðinum til þess að geta séð börnum sínum farborða.  Börn slíkra kvenna hafa stundum endað inn á munaðarleysingjaheimilum sem rekin eru með stuðningi Vina Indlands á Indlandi.  Það hefur skort á úrræði fyrir slíkar konur að skapa sér vinnu.  Núna er hins vegar búið að setja upp úrræði fyrir slík tilvik og fleiri aðila.  Þetta úrræði er að gefa slíkum konum og fleiri aðilum kost á örlánum til þess að koma undir sig fótunum.  Örlánaúrræði þetta heitir Sunna Microfinancing og eru samstarfsaðilar Vina Indlands á Indlandi hluti af þessu kerfi.  Allar nánari upplýsingar um örlánakerfið má finna á heimasíðu verkefnisins.

Indverskur kvöldverður 18. nóvember

Þann 18.nóvember næstkomandi ætlum við að bjóða vinum og velunnurum okkar upp á indverskan kvöldverð í anda Diwali hátíðarinnar. Við hittumst í Múltíkúltí Barónsstíg 3, laugardaginn 18. nóv. kl. 19:00. Kvöldverðurinn mun kosta 2.000 kr., en börn yngri en tólf ára fá frítt. Sýndar verða myndir frá síðustu Indlandsferð eftir matinn og boðið upp á ekta Masala te og indversk nammi.
Andvirði kvöldverðarins rennur óskiptur til verkefna á Indland nú fyrir jólin.

Ferð til Indlands í ágúst 2017

Vinir Indlands eru að hefja undurbúning að hálfsmánaðar ferð til Indlands í ágúst 2017. Ferðin verður skipulögð af Weldone tours India í samstarfið við félagið. Við munum heimsækja barnaheimili og þorp sem við höfum verið að styrkja en einnig heimsækja fræga og undurfagra ferðamannastaði. Ferðin endar á slökun í Kerala héraði við vesturströnd Indland. Í janúar  Þann 7. janúar 2017 k. 14:00 mun verða haldinn kynningarfundur um ferðina í húsnæði Múltikúlti, Barónsstíg 3, 101 Reykjavík. Hér má lesa um tilhögun  ferðarinnar. En engu að síður ekki seinna vænna að taka frá tíma og byrja að skipuleggja.  Þess má geta að stofnuð hefur verið Facebook síða fyrir ferðina.

Kvöldverður hjá Vinum Indlands 3. des. 2016

Við ætlum að snæða saman á laugardagskvöldið gómsætan mat í indverskum stíl. Verð fyrir matinn er 2500,- en frítt fyrir börn yngri en 12 ára. Allur ágóði rennur til menntaverkefnis Vina Indlands.

Yfir matnum munum við kynna ferð sem farin verður til Indlands í ágúst 2017 og starf Vina Indlands.