Indverskur kvöldverður 9. feb.

Þann 9. febrúar kl. 19:00 verður blásið til kvöldverðar, í Múltikúlti, Barónsstíg 3, til styrktar góðu málefni. Að þessu sinni ætlum við að kynna í máli og myndum eitt af þeim stórkostlegu verkefnum sem félagið hefur verið svo heppið að fá að taka þátt í. Það er Sunnusjóðurinn (Sunna Micro loan project) sem hefur lánað fé til 500 kvenna til atvinnusköpunar í Suður Indlandi. Árangurinn er stórkostlegur. Komið og snæðið með okkur góðan mat og hlustum saman á Kristrúnu forsvarskonu verkefnisins segja frá árangrinum, sýna myndir og segja sögur kvennanna.

Allur ágóði kvöldverðarins rennur til Sunnu-sjóðsins.

Maturinn kostar 3000 kr., og samanstendur af indverskum réttum á hlaðborði, bæði fyrir grænkera og hina. Við munum setja inn matseðillinn þegar nær dregur.

Drykkjarföngin eru úr Gvendarbrunni en það má líka taka með sér önnur drykkjarföng 😉

Krakkar undir 10 ára borða frítt enda markmiðið að búa til sannkallaða fjölskyldustemningu.

Ungur gítarleikari úr FÍH mun spila fyrir okkur á undan kynningunni.

Húsnæðið okkar tekur um 50-60 manns. Svo reglan fyrstur kemur fyrstur fær gildir. Það má líka tilkynna hér hverjir ætla örugglega að koma og við getum tekið frá sæti. Hlökkum óheyrilega til að sjá ykkur.

Indverskur kvöldverður 3. nóvember 2018

Laugardagskvöldið 3. nóvember n.k. kl. 19:00 munum við bera fram fjölmarga gómsæta indverska rétti við allra hæfi, í húsnæði Múltikúlti Barónsstíg 3. Verðið er 3000 kr. Frítt fyrir börn 6 ára og yngri. Allt fé rennur til jólahalds á heimilunum sem við styðjum í Tamil Nadu. Hlökkum til að sjá ykkur. Opið meðan húsrúm leyfir.

Við bjóðum upp á gómsætan indverskan kvöldverð til styrktar fyrir heimilin okkar í suður Indlandi. Við ætlum að elda vegan og non vegan útgáfu af indverskum hátíðarréttum enda "veganið" fundið upp í Indlandi.

Sjálfboðaliðaferðir 2019

Múltikúlti hefur undanfarin ár staðið fyrir sjálfboðaliðaferðum til Indlands, Kenía og Tansaníu og verður boðið upp á slíkar ferðir 2019. Ferðirnar eru ætlaðar fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 25 ára, geta verið frá 3 vikum upp í 2 mánuði, ýmist í einu þessara landa eða þeim öllum og eru hóparnir frá 3 til 10 manns. Verkefnin geta verið af ýmsum toga, aðstoð á leikskólum og skólum, vinna í fræðslustarfi með sjálfboðaliðum á staðnum, auk ýmissa tilfallandi verkefna sem tengjast heilbrigðismálum o.fl. Þá kynnast þátttakendur menningu þjóðanna í gegnum heimsókn, t.d. í þjóðgarð í Kenía eða Tansaníu og hof á Indlandi, eiga kost á ýmissi afþreyingu, eins og kajakferðum á Viktoríuvatni, auk þess að kynnast daglegu lífi heimamanna í gegnum samstarfið.

Þátttakendur sitja undirbúningsfundi og -námskeið hérna heima, alls 30 klukkustundir, áður en lagt er af stað.

Fyrirhugaðir eru þrír brottfarartímar á árinu 2019, um miðjan janúar, miðjan júní og byrjun september.

Nánari upplýsingar: 8471703 (Særún) eða multikultiferdir@gmail.com

Inverskur kvöldverður 14. apríl n.k.

Við bjóðum upp á gómsætan indverskan kvöldverð til styrktar menntun barnanna okkar í suður Indlandi, en í 17 ár hefur félagið greitt skólagjöld fyrir allt að 600 börn í Tamil Nadu. Það ætlum við að gera aftur í ár, vonandi með góðri hjálp frá ykkur.
Laugardagskvöldið 14. apríl kl. 19:00 munum við bera fram fjölmarga gómsæta indverska rétti við allra hæfi, í húsnæði Múltikúlti Barónsstíg 3. Verðið er 3000 kr.

Örlán – Sunna Microfinancing

Á Indlandi eru ekki jafn öflug Tryggingastofnun ríkisins og Sjúkratryggingar Íslands og hér á landi.  Þegar t.d. þegar eignmaður deyr frá heimavinnandi kona og lítlum börn þá geta eiginkonan og börnin lent í miklum vanda.  Í sumum tilvikum á ekkjan í erfiðleikum að fá vinnu á vinnumarkaðinum til þess að geta séð börnum sínum farborða.  Börn slíkra kvenna hafa stundum endað inn á munaðarleysingjaheimilum sem rekin eru með stuðningi Vina Indlands á Indlandi.  Það hefur skort á úrræði fyrir slíkar konur að skapa sér vinnu.  Núna er hins vegar búið að setja upp úrræði fyrir slík tilvik og fleiri aðila.  Þetta úrræði er að gefa slíkum konum og fleiri aðilum kost á örlánum til þess að koma undir sig fótunum.  Örlánaúrræði þetta heitir Sunna Microfinancing og eru samstarfsaðilar Vina Indlands á Indlandi hluti af þessu kerfi.  Allar nánari upplýsingar um örlánakerfið má finna á heimasíðu verkefnisins.

Indverskur kvöldverður 18. nóvember

Þann 18.nóvember næstkomandi ætlum við að bjóða vinum og velunnurum okkar upp á indverskan kvöldverð í anda Diwali hátíðarinnar. Við hittumst í Múltíkúltí Barónsstíg 3, laugardaginn 18. nóv. kl. 19:00. Kvöldverðurinn mun kosta 2.000 kr., en börn yngri en tólf ára fá frítt. Sýndar verða myndir frá síðustu Indlandsferð eftir matinn og boðið upp á ekta Masala te og indversk nammi.
Andvirði kvöldverðarins rennur óskiptur til verkefna á Indland nú fyrir jólin.