Ferð til Indlands í ágúst 2017

Vinir Indlands eru að hefja undurbúning að hálfsmánaðar ferð til Indlands í ágúst 2017. Ferðin verður skipulögð af Weldone tours India í samstarfið við félagið. Við munum heimsækja barnaheimili og þorp sem við höfum verið að styrkja en einnig heimsækja fræga og undurfagra ferðamannastaði. Ferðin endar á slökun í Kerala héraði við vesturströnd Indland. Í janúar  Þann 7. janúar 2017 k. 14:00 mun verða haldinn kynningarfundur um ferðina í húsnæði Múltikúlti, Barónsstíg 3, 101 Reykjavík. Hér má lesa um tilhögun  ferðarinnar. En engu að síður ekki seinna vænna að taka frá tíma og byrja að skipuleggja.  Þess má geta að stofnuð hefur verið Facebook síða fyrir ferðina.

Kvöldverður hjá Vinum Indlands 3. des. 2016

Við ætlum að snæða saman á laugardagskvöldið gómsætan mat í indverskum stíl. Verð fyrir matinn er 2500,- en frítt fyrir börn yngri en 12 ára. Allur ágóði rennur til menntaverkefnis Vina Indlands.

Yfir matnum munum við kynna ferð sem farin verður til Indlands í ágúst 2017 og starf Vina Indlands.

Kvöldverður hjá Vinum Indlands 1. okt. 2016

Eins og áður hefur verið auglýsti þá mun, fyrsta laugardag í mánuði, verður boðið upp á gómsætan kvöldverð og skemmtun í húsnæði Múltíkúltí, Barónsstíg 3.  Annar kvöldverðurinn í vetur verður haldin laugardaginn 1. október kl. 19:00.

Námskeið – Indland – spennandi saga í 5000 ár.

Seinnipartin í nóvember n.k. mun Illugi Jökulsson halda námskeið í Endurmenntun Háskóla Íslands um sögu Indlands.

Námskeiðið er ætlað fróðleiksfúsum almenningi, sem hefur ekki endilega fyrirfram mikla þekkingu á indverskri sögu, en langar að bæta úr því. Saga landsins spannar langan tíma, glæst stórveldi, mikla niðurlægingu, trúarleiðtoga, herforingja, kónga, drottningar og keisara, og þegar námskeiðinu lýkur á fólk að hafa ágæta mynd af þessari einstaklega litríku sögu.  Nánri upplýsingar um þetta áhugaverða námskeið má finna á heimasíðu Endurmenntunar HÍ.

Kynning á sjálfboðaliðaferðum Múltikúlti 2017

sjalfbodalidaferdir

Sunnudaginn 25. september, á milli 14:00 og 16:00, verður opið hús í Múltikúlti, Barónsstíg 3, þar sem kynntar verða fyrirhugaðar sjálfboðaliðaferðir á árinu 2017. Allir áhugasamir velkomnir.  Einn af möguleikunum sem kynntir verða eru sjálfboðaliðaferðir til þess að vinna á heimilum munaðarlausra barna sem styrktarforeldrar styrkja í gegnum Vini Indlands.  Nánari upplýsingar um sjálfboðaliðaferðirnar má finna á heimasíðu Múltikúlti.

Fátæk börn studd til náms

IMG_20160527_123708_vefj

Um síðustu mánaðarmót sendu Vinir Indlands út greiðslu til menntamiðstöðvanna á Indlandi til þess að fjármagna kaup á skólagögnum og skólatöskum sem hjálpar bláfátækum fjölskyldum að koma börnum sínum í skóla.  Myndin hér fyrir ofan er frá einni menntamiðstöðunni sem styrkt var.

Reykjavíkurmaraþon 2016

marathon2

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka verður haldið þann 22. ágúst n.k.  Væri ekki tilvalið að hlaupa fyrir Vina Indlands í Reykjavíkurmarathoninu?  Allt fé sem félagið mun fá frá Reykjavíkurmaraþon mun fara óskipt til góðra málefna á Indlandi.  Nánari upplýsingar um Reykjavíkurmaraþon eru að finna hér.

Sjálfboðaliðanámskeið – helgina 21-22 maí

Helgina 21. og 22. maí verður sjálfboðaliðanámskeið hjá Múltikúlti frá kl. 10:00 til 14:00 báða dagana. Farið verður yfir hugmyndfræðina á bak við starfið, kynnt verður starfsemi félaganna Vinir Indlands og Vinir Kenía auk þess sem fjallað verður um fyrirhugaða sjálfboðaliðaferð Múltikúlti í sumar (sjá www.multikulti.is).

Verð: 10.000 (dregst frá heildarkostnaði sjálfboðaliða sem fara út í sumar)