Greinasafn fyrir flokkinn: Annað

Kvöldverður með Michael

Góðvinur okkar hann Michael Joseph sem hefur starfað með okkur í Vinum Indlands frá upphafi mun dvelja hér frá 19- 26 feb. Hann er að koma í þriðju heimsókn sína hingað og hlakkar til að hitta sem flesta af gömlum vinum, sjálfboðaliðum og styrktarforeldrum.

Við ætlum að bjóða hann velkominn með grand dinner í Múltíkúltí laugardaginn 20. feb. kl. 18:30.  Matseðillinn verður fjölbreyttur enda maturinn búinn til af mörgum. Þar munu grænmetisætur og aðrir finna eitthvað við sitt hæfi. Verðinu er stillt í hóf, en máltíðin kostar 1.500 kr. sem renna mun beint til verkefna Vina Indlands.

Við hvetjum styrktarforeldra barna í Indlandi sérstaklega til að koma og hitta Michael en hann þekkir best til barnanna okkar úti. Ef einhver kemst ekki þetta kvöld, má líka hafa samband og finna tíma síðar. Michael leggur mikla áherslu á að fá að hitta sem flesta. Sjálfboðaliða, styrktarforeldra og alla hina.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest.

Sjálfboðaliðaferð til Indlands, Kenía og Tanzaníu, janúar 2016

Fjölmenningarmiðstöðin Múltíkúltí hefur undanfarin ár staðið fyrir sjálfboðaliðaferðum fyrir ungt fólk. Um er að ræða 2ja mánaða ferð, dvalið er í tvo mánuði á Indlandi, í Kenía og Tansaníu. Næsta ferð verður farin fyrir miðjan janúar 2016.

Í ferðinni er lögð áhersla á að þátttakendur kynnast landi og þjóð um leið og þeir taka þátt í verkefnum Vina Indlands og Vina Kenía sem unnin eru í samvinnu við þarlenda sjálfboðaliða.  Nánari upplýsingar um ferðina má finna á heimasíðu Múltikúlti.

Aðalfundur Vina Indlands 2015

Hér með er boðað til aðalfundar Vina Indlands laugardaginn 21. mars næstkomandi kl. 17:00.  Fundurinn verður haldin í húsnæði Múltíkúltí, Barónsstíg 3.  Á dagskrá verða öll venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar, ársreikningar, kjör stjórnar og önnur mál.

Aðalfundur Vina Indlands 2014

Aðalfundur Vina Indlands verður haldinn laugardaginn 27. september næstkomandi kl. 16:00 í nýju og glæsilegu húsnæði Múltíkúltí, Barónsstíg 3. Á dagskrá verða öll venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar, ársreikningar, kjör stjórnar og önnur mál. Takið daginn frá kæru vinir!

 

Aðalfundi Vina Indlands frestað

Aðalfundi Vina Indlands sem boðaður hafði verið þann 15. mars n.k. er frestað um óákveðin tíma þar sem skemmdir á húsnæði og innbúi að Barónsstíg 3 eru það miklar að ekki er fundarfært þar að sinni.

Allt á floti

Það óhapp varð þann 3. mars sl., þegar verið var að grafa fyrir húsgrunni í nágrenni menningarmiðstöðvarinnar Múltikúlti að Barónsstíg 3 að grafa reif upp lagnir með þeim afleiðingum að heitavatnslögn inn í húsnæði Múltikúlti fór í sundur.  En Vinir Indlands hafa aðsetur í þessu húsnæði.  Það þarf varla að fjölyrða um afleiðingarnar þess þegar 5 cm djúpt sjóðandi heitt vatn flýtur um allt húsnæðið með tilheyrandi gufusuðu.  Miklar skemmdir urðu á húsnæðinu og innbúi.  Félagið Vinir Indlands varð hins vegar ekki fyrir miklu tjóni í þessum hamförum.  Enda hefur starf félagsins gengið út á annað en það að félagið hafi verið að safna að sér veraldlegum munum.

Póstlisti með fréttum frá Vinum Indlands

Undanfarið hefur verið unnið að endurbótum á heimsíðu Vina Indlands.  Ein af nýjungunum á heimasíðunni er póstlistakerfi sem gerir mögulegt að senda styrktarforeldrum Vina Indlands og öðrum sem áhuga hafa á starfi félagsins reglulega fréttir af starfi félagsins.  Við höfum kannski ekki verið nógu dugleg við að koma á framfæri því sem hefur verið að gerast hjá félaginu.  En vonandi getum við bætt úr því.  Þeir sem lent hafa á þessum póstlista fyrir misskilning biðjum við velvirðingar á ónæðinu og bendum þeim jafnframt á að auðvelt er að afþakka slíkan tölvupóst framvegis  með því að smella á þar til gerðan tengill í fréttabréfinu sem sendur er út með póstlistanum.

Þeim sem ekki eru nú þegar á listanum en áhuga hafa á því að fá reglulega fréttir af Vinum Indlands er bent á að skrá sig á póstlistinn en möguleiki til þess er að finna neðst á forsíðu heimasíðunnar.