Greinasafn fyrir flokkinn: Heimili barna

Jólakort frá börnum og mögulegar pakkasendingar

Félagið var að fá sendingu sem hafði að geyma hluta af jólakortunum frá börnunum á Indlandi.  Þessi jólakort ættu að berast styrktarforeldrum viðkomandi barna á næstunni.  Vonandi skilar restin af jólakortunum sér til landsins fyrir jól.

Þess má geta að 8 vakir sjálfboðaliðar leggja í ferð til Indlands þann 13 janúar n.k. og þeir sem vilja nota ferðina til að koma einhverjum pakka eða umslagi til fósturbarna eða heimila geta haft sambandi við Sólveigu annað hvort í netfantið solveigjonas(hjá)gmail.com eða síma 693-6810

Uppbygging á aðstöðu til fjarnáms

Í nóvember sl. hófst tilraun með fjarnám á einni af þeim fræðslumiðstöðvum sem Vinir Indlands er að styrkja á Indlands.  Í fyrsta námskeiðinu eru 20 nemendur.  Um er að ræða verslunarnám sem leiðir til eins konar verslunarprófs sem gera á nemendurnar hæfa til þess að starfa í verslun og þjónustufyrirtækjum, sem sölumenn, markaðsfólk, afgreiðslustörf í verslunum.   Verslunarnámsefni þetta er hannað af Kanadísku fyrirtæki í samvinnu við heimamenn.

Þetta fjarnám mun einnig vera í boði fyrir lítt menntaða verkamenn sem hugsanlega er hægt að hjálpa með því að bjóða þeim upp á þennan möguleika til starfþjálfunar.  Á Indlandi eru verslunarstörf mun betur launuð heldur en ófaglærð landbúnaðarstörf.  Mikið er um fyrrverandi landbúnaðarverkamenn í fátækrahverfum stórborga á Indlandi.  Þetta fólk hefur leitað þangað eftir vinnu en möguleikar þeirra á atvinnumarkaði í borgum eru slæmir þar sem þeir hafa enga reynslu af verslunar- og þjónstustörfum.  Með svona fjarnámi má bæta úr því.

Til þess að fjarnám þetta sé mögulegt þarf fartölvur.   Ef þú átt eða veist um notaða fartölvur sem þú ert tilbúinn til þess að gefa í þetta verkefni þá væri það vel þegið.  EF einhverjar fartölvur verða gefnar í þetta verkefni þá er ráðgert að íslensku sjálfboðaliðarnir sem fara út til Indlands í janúar taki þær með sér og afhendi þær í fræðslumiðstövunum.  Til viðbótar fræðslumiðstöðvunum þá vantar einnig fartölvur á heimili barna því mikilvægt er að þau læri á tölvur.

Ef einhver vill gefa notaða fartölvu í þetta verkefni þá vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á postur(hjá)vinirindlands.is

Ef þú átt ekki gamla fartölvu til þess að leggja í þetta verkefni en langar að leggja þessu verkefni lið þá er námskeiðsgjaldið fyrir hvern nemanda í þessu verslunarnámi c.a. 7.000 íslenskar krónur.  Þannig að það er líka mögulegt að gefa mjög fátækum einstaklingum færi á að komast í þetta fjarnám.

 

Forvarnarfræðsla gegn kynferðisofbeldi á börnum

training_2013_blatt_afram

Undanfarið hafa verið haldin námskeið í forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi og öðru ofbeldi gegn börnum á öllum heimilum barna sem Vinir Indlands eru að styrkja á Indlandi. Indverskir samstarfsaðilar okkar hafa séð um þessa fræðslu.  Svona fræðsla er mjög vandasöm og vorum við heppin að til starfans var valin mjög hæf indversk fyrrverandi lögreglukona. Þegar námskeiðahaldið var í undirbúningi naut hún fræðslu frá samtökunum Blátt áfram þannig að fræðslan var að hluta til byggð á fræðsluefni sem kennt er hér á landi.  Þessi aðstoð var mikils virði fyrir okkur í Vinum Indlands og eru við mjög þakklát Blátt áfram fyrir það.  Auk þess að halda fyrirlestra fyrir drengi og stúlkur í aðgreindum hópum þá ræddi leiðbeinandinn einslega við öll börnin um þessi mál.

 

Sjálfboðaliðaferð á vegum Múltíkúltí – janúar og febrúar 2014

sjalfbodalidaferdir

Ferðin er sérstaklega ætluð ungum sjálfboðaliðum en aldurstakmark er 20 ár. Dvalið er í þremur löndum, Indlandi, Kenía og Tansaníu, í samtals 2 mánuði, þar sem sjálfboðaliðarnir taka þátt í starfi ýmissa félagasamtaka sem starfa innan IHA (International Humanist Alliance).

Á meðal verkefna eru:

  • Eftirlit og umönnun munaðarlausra barna. Sjálfboðaliðarnir heimsækja og dvelja á heimilum fyrir munaðarlaus börn bæði í Indlandi, Kenía og Tansaníu og taka þátt í daglegu starfi heimilanna.

  • Forvarnir og fræðsla um HIV smit í Kenía og Tansaníu. Sjálfboðaliðar, ásamt þarlendum jafnöldrum, heimsækja HIV smituð börn og fullorðna og taka þátt í fræðslu meðal ungs fólks um HIV smit.

  • Ýmis verkefni sem tengjast ræktun, vatnsöflun o.fl.

Auk þess verða heimsóttir áhugaverðir staðir, s.s. hof hindúa í Indlandi og Serengeti þjóðgarðurinn í Tansaníu.

Áður en lagt er af stað sækja sjálfboðaliðarnir 2 helgarnámskeið þar sem fræðst verður um verkefnin og grundvöll starfsins.

Fyrra námskeiðið verður haldið 28.-29. september 2013, frá kl. 10:00 - 15:00.

Múltíkúltí, Barónstíg 3, 101 Reykjavík.

Skráning hjá kjartan@islandia.is (s. 8996570)

 

Hér er hægt að lesa blogg frá ferð sjálfboðaliða til Indands

og Kenía í janúar og febrúar 2013:

http://ferdafjorlaru.blogspot.com

blogs.kilroy.eu/agnes

http://thoreyjona.com

http://aevintyraferd.blogspot.com

 http://selmahilmis.wordpress.com

 Blogg frá fyrri ferðum:

www.berglindeyjolfs.blogspot.com og www.mariposa.blog.is og http://www.herdisgunnars.blogspot.com/ og http://harpaberg.blogspot.com/ oghttp://agnesogarni.blogcentral.is/ oghttp://tarabrynjars.blogcentral.is/

Skólagjöld og búnaður fyrir 590 börn

Í Indlandi hefst skólaárið eftir fyrstu viku júní ár hvert, venjulegast í kringum 5-6 júní.  Í ár sendi félagið út 320 þúsund krónur til þess að greiða skólagjöld, bækur, ritföng og skólatöskur fyrir 590 börn á 13 stöðum í Tamil Nadu héraði.  En féð safnaðist m.a. á tónleikum félagsins í vetur.  Þessi börn eiga íslensku tónlistarmönnunum sem gáfu vinnu sína og tónleikagestum að þakka að þau geta áhyggjulaust farið í skólann sinn á þessu skólaári.  Kærar þakkir!

Erode heimilið flytur í nýtt og betra húsnæði

ErodeHome

Með fjárframlagi frá Vinum Indlands hefur Erode heimilinu verið gert kleyft að flytja í nýtt og stærra húsnæði.  Þetta er mjög mikil bót fyrir þetta þetta heimili því að það var í alltof litlu húsnæði.  Þó svo að Vinir Indlands hafi stutt þetta heimili í að komast í stærra húsnæði þá vantar ýmsa húsmuni og búnað í nýja heimilið og væri framlög til þessa vel þegin til þessa heimilis.