Greinasafn fyrir flokkinn: Fjáröflun

Reykjavíkurmaraþon 2016

marathon2

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka verður haldið þann 22. ágúst n.k.  Væri ekki tilvalið að hlaupa fyrir Vina Indlands í Reykjavíkurmarathoninu?  Allt fé sem félagið mun fá frá Reykjavíkurmaraþon mun fara óskipt til góðra málefna á Indlandi.  Nánari upplýsingar um Reykjavíkurmaraþon eru að finna hér.

Flóð og mikið tjón á Suður Indlandi

Það er ekki bara vont veður á Íslandi.  Núna undanfarið hafa verið gífurlega miklar rigningar á Suður Indlandi sem leitt hafa til mikils tjóns og mannsskaða.  Ástandið er sérstaklega slæmt í Chennai og á svæðinu fyrir sunnan borginni.  Nokkur af þeim heimilum munaðarlausra barna og þær kennslumiðstöðvum sem studd hafa verið af íslenskum styrkarforeldrum í gegnum Vini Indlands hafa orðið fyrir skaða af þessum sökum.  Þeir sem búið hafa nálagt ströndinni og nálægt árfarvegum hafa orðið verst úti.  Samstarfsaðilar okkar í Chennai á Indlandi þurfa núna á hjálp að halda.  Þeir sem sjá sér fært um að styrkja þetta málefni þá má benda á reikning félagsins: 0513-26-206035 kt. 440900-2750 setjið "Chennai" í skýringuna á færslunni.

Indversku litlu jólin (eða Diwali)

Vinir Indlands bjóða þér að njóta með sér kvöldverðar og skemmtunar sunnudaginn 6. desember, kl. 19:00 að Barónsstíg 3, Reykjavík.  Við bjóðum upp á góðan ilmandi indverskan mat.  Við munum heyra frá nýju verkefni sem félagið styður, en það fjallar um að aðstoða konur og börn úr þrælahaldi og byggja upp að nýju til samfélagsþátttöku.  Anna Lára Steindal les upp úr bók sinni Undir fíkjutré, sem fjallar um flóttamann sem sest að hér á landi.  Á staðnum verður lítill markaður með indverskum vörum.
Verð fyrir mat er 2500,- ekkert fyrir börn undir 12 ára. Allur ágóði rennur til verkefnis Rural Women Development Trust á Indlandi sem kynnt verður á kvöldverðinum.

Jólagjafir

Eins og vani er þá tökum við þátt í að gleðja börnin okkar á Indlandi í kringum jólin með því að kaupa ný föt, sætindi og smágjafir. Nú er að hefjast söfnun til þess að standa straum af þessum kostnaði. Velviljaðir mega gjarnan hjálpa okkur því margt smátt gerir sannarlega eitt stórt, um það getum við hjá Vinum Indlands vitnað eftir fimmtán ára reynslu. Söfnunarreikningur er; 0513-26-206035 kt. 440900-2750.

Söfnun Þórarins fyrir heimili munaðarlausra á Indlandi

Við viljum vekja athygli á söfnun Þórarins fyrir heimili munaðarlausra á Indlandi.  Viðtal var við Þórarinn í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í vikunni og er hægt að sjá þá umfjöllun hér.  Einnig var viðtal við Þórarinn í þætti Sirrýar á Rás 2 í Ríkisútvarpinu á síðasta sunnudag.  Báðar þessar umfjallanir hafa vakið góða athygli á söfnuninni.

Þeim sem vilja styrkja þessa söfnun er bent á reikningsnúmer söfnunarinnar sem er nr.: 526 - 14- 603094 kt 440900-2750.

Allt starf í Vinum Indlands er unnið í sjálfboðavinnu og hefur félagið engan skrifstofukostnað. Allt styrktarfé sem safnast í þessari söfnun mun því renna óskipt til heimilanna á Indlandi.

Styrktarkvöldverður 21. mars 2015

Aðalfundur félagins verður haldin þann 21. mars n.k.  Að loknum aðalfundi verður haldin styrktarkvöldverður sem verður til styrktar fræðslumiðstöðvum sem Vinir Indlands eru að styrkja á Indlandi. Styktarkvöldverðurinn hefst kl. 19:00.  Á kvöldverðinum verður sagt frá verkefnum sem Vinir Indlands eru að styrka á Indlandi.  Vonandi getum við fengið einhvern af sjálfboðaliðunum sem voru nýverið á Indlandi til þess að segja okkur frá ferðum sinni til Indlands og störfum sínum á heimilum munaðarlausra barna sem styrktarforeldrar Vina Indlands eru að styrkja.  Verðið á kvöldverðinum verður 2.000 kr.

Söfnun fyrir heimili munaðarlausra barna á Indlandi

Þórarinn Hjartarsson er á leið til Indlands aftur en hann fór sem sjálfboðaliði á vegum Vina Indlands árið 2012.  Hann vill styrkja enn frekar við þau heimili munaðarlausra barna sem hann kynntist þá auk annarra sem  og hefur hafið söfnun fyrir þau. Upplýsingar um þetta má finna á Facebook síðu hans Styrktarsíða fyrir heimili munaðarlausra  á Suður-Indlandi. Hver einasta króna sem hann safnar rennur beint til matarkaupa fyrir heimilin.  Söfnunin er gerð í samvinnu við Vini Indlands.  Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning nr 526 - 14- 603094 kt 440900-2750.  Frekari upplýsingar um heimilin sem ætlunin  er að styrkja er að finna á áðurnefndri fésbókarsíðu.

Styrktartónleikar 22. október í Sigurjónssafni

Árlegir styrktartónleikar Vina Indlands verða haldnir miðvikudaginn 22. október næstkomandi í Sigurjónssafni kl. 20:00.

Styrktartónleikarnir eru stærsta einstaka fjársöfnun félagsins en ágóði þeirra rennur óskiptur til verkenfa félagsins á Indlandi.  Því skiptir miklu að sem flestir velunnarar félagsins og barnanna í Tamil Nadu komi og njóti kvöldsins með okkur.  Á dagskránni er fjölbreytt tónlist, flutt af Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara og Jane Ade Sutarjo píanóleikara.  Þórunni Erlu Valdimarsdóttur rithöfundi ásamt Möggu Stínu og vinum hennar.

Allir listamennirnir gefa vinnu sína til styrktar starfinu.  Auk þess munu sjálfboðaliðar segja frá ferð sinni til Indlands í máli og myndum.

Miðaverð er 3000 kr. Miðar verða til sölu við innganginn í Sigurjónssafni tónleikakvöldið.

Einnig er hægt að styrkja félagið með því að leggja inn á reikning: 513-26-206035  kt: 440900-2750