Anoushka Shankar í Hörpu

Anoushka Shankar sítarleikar verður ásamt 4 manna hljómsveit með tónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 7. apríl 2024.  Þetta er stórviðburður þar sem Anoushka Shankar er einn allra þekktasti tónlistarmaður Indlands. Allir sem hafa áhuga á Indverski menningu eru eindregið hvattir til þess að láta þennan viðburð ekki framhjá sér fara. Þess má geta að Anoushka er dóttir Ravi Shankar sem einnig var mjög þekktur sítarleikar. Eftirfarandi er tóndæmi af tónlist Anoushka Shankar.

Þess má einnig til gamans geta að hálf systir Anoushka er einnig þekktur tónlistarmaður sem heitir Norah Jones og hafa þær systur spilað saman. Hérna er eitt af þeim lögum:

RÚV: Guðspjallamaður að vestan

Í Ríkisútvarpinu núna yfir jólin eru áhugaverðir útvarpsþættir um Jón Indiafara. Þáttaröðin heitir: Guðspjallamaður að vestan. Í lýsingu RÚV á þáttaröðinni segir: "Reisubók Jóns Ólafssonar Indíafara er einstæð saga um sveitapilt sem laumar sér um borð í skútu vestur á Ísafirði og siglir með enskum á vit ævintýranna á því herrans ári 1615. Hann gerist fallbyssuskytta í danska hernum og siglir á skipum konungs alla leið austur til  Indlands. Fjórir þættir þar sem farið er í fótspor Jóns Indíafara á ævintýralegum ferðum  hans að endamörkum hins þekkta heims. Umsjón hefur Jón Ársæll Þórðarson en um  framleiðslu sér Guðni Tómasson. Lesari auk umsjónarmanns er Ævar Kjartansson."

Þetta er mjög áhugaverð útvarpsþáttaröð sem vert er að mæla með fyrir félaga í Vinum Indlands m.a. fyrir þær sakir að Jón Indiafari dvaldi á svipuðum slóðum í Tamil Nadu og margir félagar í Vinum Indlands hafa komið til. Jón Indiafari dvaldi á Indlandi 1622-1624 þar sem nú heitir Tarangambadi þar sem Danir byggðu virkið Dansborg. Þess má geta að bærinn Tarnagambadi er rétt sunnan við bæinn Pondicherry sem margir félagar í Vinum Indlands hafa komið til.

Styrkur til Sunnu

Í dag var brotið blað í sögu Vina Indlands. Í fyrsta sinn í yfir 20 ára starfi félagsins var skrifað undir samning við utanríkisráðuneytið þar sem kveðið er á um styrk til þróunarsamvinnu að upphæð 4ra milljóna króna.
Styrkurinn er veittur til örlána verkefnisins Sunnu sem veitir lán til sjálfshjálpar jaðarhópa í Tamil Nadu í samvinnu við Action India Charitible Fund.
Félagið mun leggja til eina milljón til verkefnisins en styrkurinn frá utanríkisráðuneytinu mun gera okkur mögulegt að stækka verkefnið umtalsvert á næstu tveimur árum og fjölga lánum til einstaklinga.
Eftir stækkunina (sem jafngildir rúmlega þreföldun) getur sjóðurinn veitt allt að 1,000 ný lán á ári - ekki bara árið 2020 heldur hvert ár héðan í frá - svo lengi sem endurgreiðslur lána haldast 100%

Á myndinni eru Villhjálmur Wium deildarstjóri tvíhliða þróunarsamvinnu hjá utanríkisráðuneytinu, Kristrún Gunnarsdóttir ráðgjafi og Sólveig Jónasdóttir formaður Vina Indlands

Diwali kvöldverður

Indverska Diwali hátíðin er fjögurra daga ljósahátíð og eins og á öllum góðum hátíðum er fagnað með góðum mat. Það ætlum við einnig að gera og bjóðum öllum að taka þátt meðan húsrúm leyfir þann 26. október kl. 19:00, að Barónsstíg 3.
Á matseðlinum verða girnilegir indverskri réttir bæði vegan og kjöt. Síðan ætlar hún Dísa Guðmunds hönnuður og eigandi verslunarinnar DisDis að segja okkur frá lífinu í Indlandi en hún bjó fjölmörg ár í Pondicherry.

Verð fyrir mat er 3500 kr. en frítt fyrir börn yngri en 10 ára. söfnunarfé rennur til verkefna Vina Indlands.

Þeim sem vilja styrkja verkefnin en komast ekki á hátíðina er bent á reikninga félagsins.

Reikningur félagsins er 0582-26-6030
Kennitala: 440900-2750

Forseti Indlands í heimsókn til Íslands

Shri Ram Nath Kovind, forseti Indlands, er væntanlegur hingað til lands í opinbera heimsókn í boði forseta Íslands dagana 10. og 11. september nk. en þetta er þetta fyrsta heimsókn forseta Indlands til norræns ríkis. Hann mun flytja erindi í Hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands þriðjudaginn 10. september kl. 11.45. Yfirskrift erindis forseta Indlands í Háskóla Íslands er „Indland og Ísland fyrir græna plánetu“ (India-Iceland for a Green Planet). 

Shri Ram Nath Kovind var kjörinn forseti Indlands árið 2017 og er fjórtándi forseti landsins. Hann var ríkisstjóri í héraðinu Bihar 2015-2017 og þingmaður í efri deild indverska þingsins á árunum 1994-2006. Forsetinn er lögfræðingur að mennt og starfaði sem slíkur áður enn hann hóf afskipti af stjórnmálum fyrir aldarfjórðungi.

Jón Atli Bendiktsson, rektor Háskóla Íslands, kynnir forseta Indlands og Ólafur Ragnar Grímsson, fv. forseti Íslands Iceland, flytur lokaorð.

Erindið er öllum opið meðan húsrúm leyfir. Við hvetjum áhugafólk um Indland til þess að mæta á erindið.

Aðalfundur 2019

Aðalfundur Vina Indlands verður þriðjudaginn 27. maí kl. 17:00. Á dagskránni er ársskýrsla, ársreikningar, kosning stjórnar og fleira skemmtilegt. Allir velkomnir. Hlökkum til að sjá ykkur.

Saga Tamil Nadu

Flest verkefni Vina Indlands á Indlandi eru í Tamil Nadu héraði á Indlandi. Tungumál þeirra og menning á sér ævafornar rætur og er Tamilska kannski með elstu tungumálum sem þekkt eru. Eftirfarandi tilvísun á myndband sem lýsir í stuttu máli sögu Tamil Nadu.

Þeir sem hafa áhuga á forleifafræði hefði kannski áhuga á að kynna sér eftirfarandi heimildarmynd sem rekur sögu landsvæða á Indlandi sem sukku í sæ í lok síðustu ísaldar.