Greinasafn fyrir flokkinn: Fjáröflun

Styrktarkvöldverður og minnum á aðalfundinn

Laugardaginn 27. september næstkomandi verður aðalfundur Vina kl 16:00 og má reikna með að hann standa í u.þ.b. klukkustund eða svo.

Um kvöldið eða kl.19 verður hins vegar styrktarkvöldverður þar sem boðið verður upp á girnilegan kvöldverð (sem hentar mun bæði kjötætum sem grænmetisætum) til styrktar verkefnum félagsins. Verð kvöldverðarins er 2.000 kr., ókeypis fyrir börn 12 ára og yngri.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest, í nýuppgerðu húsnæði Múltíkúltí, Barónsstíg 3.

Styrktarkvöldverður 11. janúar n.k.

Haldin verður styrktarkvöldverður þann 11. janúar n.k. kl. 19:00 að Barónsstíg 3, 101 Reykjavík.  Aðgangseyrir er 2.000 kr. Tilefni kvöldverðarins er brottför íslenskra sjálfboðaliða til Indlands og Kenía.   Það fé sem safnast á þessum styrktarkvöldverði mun renna til þeirra verkefna sem sjálfboðaliðarnir munu vinna í ferð sinni næstu 2 mánuðina.

Verndaðu umhverfið og gerðu góðverk

Græn framtíð

Við viljum benda á að Græn framtíð, Síminn og Pósturinn munu frá 6. desember 2013 fram til jóla standa fyrir söfnunarátaki þar sem tekið verður við gömlum farsímum og þeim gefið framhaldslíf.  Símarnir verða gerðir upp eða notaðir í varahluti og allur ágóði mun renna til góðgerðarfélags að þínu vali.  Vonandi munu einhverjir muna eftir Vinum Indlands í þessu átaki.  Nánari upplýsingar um þetta söfnunarátak má finna með því að smella á þennan tengill.

Styrktartónleikar 23. október 2013

tonleikar_okt2013

Styrktartónleikar Vina Indlands verða haldnir í Sigurjónssafni 23. október kl. 20:00.  Karlakórinn Fóstbræður syngur, Andres Ramone, Kolbeinn Bjarnason, Frank Aarnik og Kamalakanta Nieves flytja klassísk indversk sönglög, Gréta Salóme Stefánsdóttir mundar fiðluna, Gunnar Kvaran flytur ljóð, sjálfboðaliðar segja frá starfi félagsins.  Miðaverð er 3.000 kr.  Miðar til sölu í Múltikúlti, Barónsstíg 3 og við innganginn.