Salem

Stúlkna heimilið Thaai Anbu Illam í Salem er stofnað og rekið af Sumathi, manni hennar, móður og dóttur. Fjölskyldan byrjaði að taka að sér nokkrar stúlkur úr nágrenninu sem átti hvergi höfðu sínu að halla. Í dag eru börnin 27. Sumanthi leggur ríka áherslu á heimilislegt andrúmsloft og hlýju um leið og hún kennir þeim góða siði. Stúlkurnar eru afar glaðar og frjálslegar og hafa tekið íslenskum sjálfboðaliðum sem reglulega dvelja á heimilinu afar vel.

Öll börnin á heimilinu ganga í skóla. En mörg þeirra höfðu ekki haft tækifæri á reglulegri skólagöngu áður en þær komu á heimilið. Þess má geta að nýverið gerðu Indversk stjórnvöld úttekt á heimilinu og var niðurstaða þeirrar úttektar sú að heimilið uppfylltir allar þær kröfur sem gerðar eru til slíkra heimila þar í landi.

Vinir Indlands styðja við heimilið m.a. i gegnum styrktarforeldraverkefni.

Hægt er að gerast styrktarforeldri stúlku á heimilinu í Salem eða styrkja heimilið í Salem með eingreiðslu sem greiða má inn á bankareikning: 0513-26-403002 kennitala 440900-2750.

Heimilið flutti í nýtt húsnæði síðla árs 2012 og hefur aðstaða á heimilinu verið mjög góð eftir það.

Nánari upplýsingar um heimilið á ensku.

Til þess að fá frekari upplýsingar um heimilið vinsamlegast sendið tölvupóst á postur(hjá)vinirindlands.is  Einnig má hafa samband við Sólveigu Jónasdóttur sol(hjá)islandia.is